Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Lilja Guðný Jóhannesdóttir skipuð skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands

Lilja Guðný Jóhannesdóttur hefur verið skipuð skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Að fenginni umsögn skólanefndar Verkmenntaskóla Austurlands hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ákveðið að skipa Lilju Guðnýju í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018. Ein umsókn barst um starfið.

Lilja Guðný Jóhannesdóttir hefur lokið M.Ed. námi frá Háskóla Íslands, auk viðbótarnáms í stjórnun og mati menntastofnana frá sama skóla. Hún hefur víðtæka kennslureynslu á grunn- og framhaldsskólastigi, auk þess sem hún hefur sinnt kennslu í framhaldsfræðslu. Hún hefur starfað við Verkmenntaskóla Austurlands undanfarin sex ár sem framhaldsskólakennari og verkefnastjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira