Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2018 Dómsmálaráðuneytið

Hækkun viðmiðunarfjárhæða gjafsóknar

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Þann 1. ágúst sl. tók gildi reglugerð dómsmálaráðherra um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar nr. 45/2008.

Breytingin felur í sér hækkun viðmiðunarfjárhæða gjafsóknar. Þannig mun við mat á því hvort veita skuli einstaklingi gjafsókn framvegis miða við að tekjur hans nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 3.600.000 í stað kr. 2.000.000 áður. Sama upphæð fyrir hjón eða sambúðarfólk hækkar úr kr. 3.000.000 í kr. 5.400.000. Þá skulu viðmiðunarmörk tekna hækka um kr. 400.000 fyrir hvert barn á framfæri umsækjanda í stað kr. 250.000 áður.

Loks er kveðið á um það í reglugerðinni að framangreindar fjárhæðir taki breytingum miðað við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert.

Reglugerðin tók sem fyrr segir gildi þann 1. ágúst nk. og gildir hún jafnt um ný mál sem og um gjafsóknarumsóknir sem borist hafa fyrir það tímamark en hafa ekki verið afgreiddar.

Sjá reglugerðina á vef Stjórnartíðinda.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum