Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar funduðu í Finnlandi

Fremri röð f.v.: Anu Vehviläinen Finnlandi og Nina Fellman Álandseyjum. Aftari röð f.v.: Hans B. Thomsen Danmörku, Sigurður Ingi Jóhannsson, Aase Marthe J. Horrigmo Noregi og Klara Cederlund Svíþjóð. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, situr nú fund norrænna sveitarstjórnarráðherra í bænum Porvoo í Finnlandi. Meðal umræðuefna er stefnumörkun landanna og umbætur á sveitarstjórnarstiginu. Flest ríkin hafa staðið fyrir talsverðum breytingum sem miða að því að styrkja sveitarstjórnarstigið og gera því betur kleift að sinna lögbundnum verkefnum og taka við fleiri verkefnum frá ríkinu.

Sigurður Ingi upplýsti á fundinum um stöðu sveitarstjórnarmála á Íslandi og ýmis sameiginleg verkefni ríkis og sveitarfélaga sem unnið er að hér á landi, meðal annars um nýstofnaða nefnd sem ætlað er að skýra hlutverk landshlutasamtaka, nýsamþykkta byggðaáætlun sem unnin var í nánu samráði við sveitarstjórnarstigið o.fl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira