Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2018

Störf í vaktstöð

 
STÖRF Í VAKSTÖÐ VEGAGERÐARINNAR Í REYKJAVÍK 

Viltu hjálpa til við að vegfarendur komist greiðlega og örugglega um þjóðvegina - jafnvel á veturna?
Vegagerðin leitar að starfsfólki í vaktstöðina í Reykjavík.

Við bjóðum
Starf hjá Vegagerðinni í teymisvinnu við að tryggja öruggar og greiðar samgöngur um þjóðvegi landsins. Við bjóðum upp á starf þar sem þú leggur þitt að mörkum til að vegfarendur komist greiðlega á áfangastað, eða sérð til þess að upplýst sé um truflun eða hindrun í tæka tíð vegfarandanum til hagsbóta.

Verkefnin
Vaktstöð Vegagerðarinnar starfar allan sólarhringinn allt árið um kring. Þar fer fram vöktun á veðri og færð, vöktun á ástandi vega og vegbúnaðar, boðun viðbragðsaðila, samræming aðgerða og miðlun upplýsinga. Á veturna ber vaktstöð ábyrgð á samræmingu vetrarþjónustu, þar með talið á umferðarstýringu í óveðrum. Vaktstöð vinnur náið með þjónustustöðvum Vegagerðarinnar, sveitarfélögum, umferðarþjónustu Vegagerðarinnar (1777) og eftir atvikum með lögreglu og björgunarsveitum varðandi viðbragð, útköll og upplýsingagjöf.

Starfið fellst í fjareftirliti og greiningu, eftirfylgni, samráð við þjónustustöðvar og eftirlitsmenn, samskipti við verktaka, veðurfræðing og umferðarþjónustu. Undir það fellur m.a. fjareftirlit með jarðgöngum, útkallsboðun verktaka og annarra viðbragðsaðila, rýni ákvarðana og aðgerða m.t.t. samræmingar og hagkvæmni og að unnið sé samkvæmt vinnureglum. Skráning verka til uppgjörs og bókun athugana, ákvarðana og samskipta. Ritun tilkynninga til almennings um færð, ástand og lokanir á íslensku og ensku. Samskipti við lögreglu og björgunarsveitir. Það er mikilvægt að þú eigir auðvelt með samskipti í ræðu sem riti í nútíma samskipta- og upplýsingamiðlun, vinnir vel undir álagi og getir tekið skjótar ákvarðanir.

Um okkur
Vaktstöðin í Reykjavík er á ábyrgð þjónustudeildar Vegagerðarinnar sem einnig hefur umsjón með stefnumörkun og úthlutun fjármagns til þjónustuverkefna Vegagerðarinnar á landsvísu, samræmingu og faglegri þróun ásamt umsjón með mælibúnaði, skiltum og merkingum, og upplýsingagjöf um færð og ástand o.fl. Við erum 13 sem störfum á deildinni en á árstíma vetrarþjónustu erum við 27 talsins þegar vaktstöð er í vetrarham. Við höfum ríka þjónustulund og vinnum að stöðugum umbótum og aukinni hagkvæmni. Ef þú uppfyllir hæfniskröfur og vilt verða hluti af samhentum hópi í góðu starfsumhverfi, hvetjum við þig til að sækja um. Möguleikar á starfsþróun.

Menntunar- og hæfniskröfur 
Háskólamenntun æskileg 
Haldgóð reynsla sem nýtist í starfi
Góð almenn tölvufærni og innsláttarhraði
Almenn ökuréttindi
Hæfni til að meta og vinna með tölulegar upplýsingar
Góð kunnátta í ræðu og riti á íslensku og á ensku
Öguð vinnubrögð, skipulagshæfni og metnaður í starfi.
Góðir samstarfs- og samskiptaeiginleikar.
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi.
Gott heilbrigði (stundum einmennt á vakt!)

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2018. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið [email protected].  Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er. 

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Pálsson forstöðumaður þjónustudeildar í síma 522-1000

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum