Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2018

Verkstjóri vélaverkstæðis

 
VERKSTJÓRI VÉLAVERKSTÆÐIS
REYÐARFIRÐI


Starf verkstæðirsformanns á vélaverkstæðinu á Reyðarfirði er laust til umsóknar.  Um er að ræða 100% starf. 

Starfssvið 
Viðhald og lagfæringar á vinnuvélum og snjómokstursbúnaði Vegagerðarinnar
Viðhald og lagfæringar á vegbúnaði, m.a. veðurstöðvum og myndavélum
Ýmis vinna í starfsstöð   

Menntunar- og hæfniskröfur
Bifvélavirki/vélvirki
Meistararéttindi æskileg
Starfsreynsla sem nýtist í starfi
Stjórnunarreynsla er æskileg 
Æskilegt að umsækjandi hafi vinnuvélaréttindi og meirapróf  
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
Góðir samstarfshæfileikar
 
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2018. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið [email protected].  Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar  um starfið veitir Davíð Þór Sigfússon í síma 522 1945.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum