Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2018

Sjúkraliði á barnadeild Barnaspítala Hringsins

Sjúkraliði óskast á barnadeild Barnaspítala Hringsins

Áhugasamir og metnaðarfullir sjúkraliðar óskast til starfa á barnadeild 22ED. Um er að ræða 60-100% starf í vaktavinnu frá 1. október 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra sjúkraliða og gott starfsumhverfi. Gott tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við bjóðum jafnt velkomna sjúkraliða sem búa yfir þekkingu sem og nýútskrifaða sjúkraliða. 

Deildin veitir sérhæfða þjónustu í meðferð og umönnun barna og unglinga, frá fæðingu til 18 ára aldurs og fjölskyldna þeirra. Stefna deildarinnar er að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi. Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Þátttaka í teymisvinnu
» Ber ábyrgð á að veita skjólstæðingum sínum hjúkrun í samræmi við sýn og stefnu á Landspítala
» Skipuleggur og forgangsraðar störfum sínum í samráði við hjúkrunarfræðing 

Hæfnikröfur
» Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Faglegur metnaður og áhugi á barnahjúkrun
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 60 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.09.2018

Nánari upplýsingar veitir
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir - [email protected] - 543 3767/ 824 1202

LSH Barnadeild
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum