Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra tók við armbandinu #égábaraeittlíf í minningu Einars Darra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt fjölskyldu Einars Darra Óskarssonar - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti fjölskyldu Einars Darra Óskarssonar í dag í forsætisráðuneytinu. Einar Darri var 18 ára þegar hann varð bráðkvaddur á heimili sínu vegna lyfjaeitrunar í maí sl.

Fjölskylda Einars Darra hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni. Fyrsta verkefni sjóðsins er að standa fyrir og styrkja baráttuna #égábaraeittlíf. Markmið baráttunnar er að berjast gegn fíkniefnum með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi. Fjölskyldan telur að fyrsta skrefið í þeirri baráttu sé að opna umræðuna og vinna að forvörnum.

Þau Andrea Ýr Arnarsdóttir, Aníta Rún Óskarsdóttir, Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín afhentu forsætisráðherra armband í dag. Armbandið er tákn um samstöðu og einnig er hugmyndin að fá fólk og sérstaklega ungmenni til að horfa á armbandið og hugsa sig tvisvar um áður en þau íhuga að misnota lyf eða önnur fíkniefni.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum