Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Rekstrarstjóri ráðinn

Anna María Urbancic hefur verið ráðin rekstrarstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis. Anna María lauk cand. oecon. prófi í viðskiptafræði, M.S. námi í stjórnun og stefnumótun og námi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Ennfremur lauk hún námi í stjórnsýslurétti og stjórnun starfsmannamála frá Endurmenntun HÍ. Anna hefur langa reynslu af opinberum rekstri og mannauðsmálum, bæði sem deildarstjóri rekstrardeildar umhverfisráðuneytisins og sem framkvæmdastjóri og staðgengill forstöðumanns Listasafns Íslands þar sem hún hefur starfað frá árinu 2008. Á árunum 1990-2000 starfaði Anna hjá Frjálsri fjölmiðlun, m.a. sem aðstoðarmarkaðsstjóri. Anna hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum, hún sat í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna sem og í stjórn NESU (Samtök norrænna hag- og viðskiptafræðinema). Auk þess hefur Anna gegnt fjölbreyttum störfum á sviði íþrótta- og skólamála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira