Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ákvörðun verðlagsnefndar um hækkun á heildsöluverði mjólkurvara

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur, hækki um 4,86% þann 1. september nk., nema smjör sem hækkar um 15%. Vegin hækkun heildsöluverðs er 5,30%.

Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52%, úr 87,40 kr. í 90,48 kr.

Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. janúar 2017. Frá síðustu verðlagningu hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,60% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 7,14%. Nefndin samþykkti þessa niðurstöðu en annar fulltrúi félags- og janréttismálaráðherra greiddi atkvæði gegn henni.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira