Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Fundaröð um mótun menntastefnu hafin

Fundaröð um mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030 hófst í Árborg í dag og fór fyrsti fundurinn fram í Grunnskólanum á Stokkseyri að viðstöddum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni félags- og jafnréttismálaráðherra.

Áhersla þeirra fræðslu- og umræðufunda sem fram fara nú á haustmánuðum verður á menntastefnuna menntun fyrir alla og endurmat hennar. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Þessi stefna sem lögfest var hér á landi árið 2008, hefur verið í endurmati og þróun sl. ár og nú er starfandi stýrihópur, á breiðum samstarfsgrundvelli, sem leiða mun þá vinnu áfram.

Stýrihópurinn skipuleggur 23 fræðslu- og umræðufundi um allt land um menntun fyrir alla, sem lið í mótun nýrrar menntastefnu. Tveir lokaðir fundir verða haldnir á hverjum stað, hvor fyrir sinn markhóp. Fyrri fundurinn verður með forsvarsmönnum sveitarfélaga og ábyrgðaraðilum málaflokka mennta-, velferðar- og heilbrigðismála. Seinni fundurinn verður með fulltrúum kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu og frístundamála í heimabyggð.

Næsti fundur verður síðan haldinn í Laugalandsskóla í Holtum þriðjudaginn 4. september.

Menntun fyrir alla er menntastefna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig. Hún verður liður fyrstu heildstæðu menntastefnunni sem mótuð verður fyrir öll skólastig og atvinnulíf á Íslandi. Menntastefna Íslands til ársins 2030 mun ávarpa og setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar.

Opnir fundir um menntamál og mótun stefnunnar eru fyrirhugaðir síðar í vetur.

Fundayfirlit, með fyrirvara um breytingar:

Svæði

Fundarstaður

Dagsetning

Suðurland

Árborg

Mánudagur 3. september

Suðurland

Laugalandsskóli

Þriðjudagur 4. september

Vesturland

Akranes

Mánudagur 10. september

Vesturland

Grundarfjörður

Þriðjudagur 11. september

Vestfirðir

Ísafjörður

Mánudagur 17. september

Norðurland vestra

Sauðárkrókur

Mánudagur 24. september

Eyjafjörður

Akureyri

Mánudagur 1. október

Eyjafjörður

Akureyri

Þriðjudagur 2. október

Norðurland eystra

Húsavík

Mánudagur 8. október

Reykjanes

Reykjanesbær

Mánudagur 15. október

Austurland

Egilsstaðir

Mánudagur 22. október

Austurland

Reyðarfjörður

Þriðjudagur 23. október

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður

Mánudagur 29. október

Garðabær

Garðabær

Þriðjudagur 30. október

Hornafjörður

Höfn

Miðvikudagur 31. október

Kópavogur

Kópavogur

Mánudagur 5. nóvember

Mos/Seltjarnarnes

Mosfellsbær

Þriðjudagur 6. nóvember

Reykjavík

Rimaskóli

Mánudagur 12. nóvember

Reykjavík

Seljaskóli

Þriðjudagur 13. nóvember

Reykjavík

Árbæjarskóli

Mánudagur 19. nóvember

Reykjavík

Laugalækjarskóli

Þriðjudagur 20. nóvember

Reykjavík

Hagaskóli

Mánudagur 26. nóvember

Reykjavík

Háteigsskóli

Þriðjudagur 27. nóvember

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn