Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Söguboltinn rúllar til sigurvegara sumarsins

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og starfsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kíkja á vinningana.  - mynd
Ungir lesendur eiga von á verðlaunum sínum fyrir þátttöku í Söguboltaleiknum, lestrarátaki sem skipulagt var í samstarfi við Menntamálastofnun, KSÍ og íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Dregnir hafa verið út 23 heppnir þátttakendur í leiknum en alls skilaði 821 lesandi inn þátttökuseðli að þessu sinni.

Að launum fá krakkarnir gjafir frá íslenska karlalandsliðinu og bókagjöf frá Forlaginu og berast pakkarnir með póstinum á allra næstu dögum. Meðal þess sem finna má í pökkunum eru fyrirliðaband, frábærir fótboltaskór, treyjur og hanskar.

Söguboltaleikurinn tengdi saman tvær ástríður landsmanna, bókmenntir og fótbolta en þátttakendur þurftu að leysa ýmsar einfaldar lestrarþrautir til þess taka þátt. Markmiðið með leiknum var að fá fleiri til þess að sinna lestrinum heima í sumarfríinu. Þættina um Söguboltann, sem framleiddir voru í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í sumar, má finna á vef KrakkaRÚV.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill þakka öllum þeim sem lögðu hendur á plóg í verkefni þessu; Menntamálastofnun, KSÍ og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta, samtökunum Heimili og skóli, Forlaginu, SFA og ekki síst öllum krökkunum sem tóku þátt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira