Hoppa yfir valmynd
11. september 2018 Dómsmálaráðuneytið

Aukning til almanna- og réttaröryggis

Mynd/Pressphotos - myndMynd/Pressphotos

Lagt er til að fjárveitingar til löggæslu verði auknar um 1.376 milljónir króna og veitt verði 1.900 milljónum til kaupa á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga sem lagt er fyrir Alþingi í dag.

Alls aukast framlög til málefnasviðs almanna- og réttaröryggis um ríflega 3,5 milljarða króna á föstu verðlagi fjárlaga 2018. Af 1.376 milljóna framlagi til löggæslu fara 410 milljónir króna til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna, 80 milljónir króna til að efla aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi, 29 milljónir króna að efla aðgerðir gegn peningaþvætti og 20 milljónir króna til innleiðingar löggæsluáætlunar.

Áfram verður varið fjármunum til að efla búnað lögreglu í landinu en framlög til þess hafa verið aukin undanfarin ár og verður ekki breyting á framlagi til þess á næsta ári.

Auk framlagsins til kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna á næsta ári er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun 2020 til 2023 að verja þremur milljörðum á ári til kaupanna.

Sjá nánar um fjárlagafrumvarpið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum