Hoppa yfir valmynd
12. september 2018 Forsætisráðuneytið

Ársskýrsla forsætisráðherra

Ársskýrsla forsætisráðherra birtist nú í fyrsta skipti samkvæmt 62. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál. Lögin kveða á um að hverjum ráðherra beri að birta ársskýrslu þar sem gerð er grein fyrir útgjöldum málefnasviða og málaflokka og þau borin saman við fjárheimildir fjárlaga. Í ársskýrslunni er enn fremur gerð grein fyrir fjárveitingum til ríkisaðila og verkefna. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefa nú út slíka skýrslu í fyrsta sinn.

Ársskýrslunum er ætlað að gefa heildstæða og greinargóða samantekt um þróun útgjalda samhliða mati á árangri markmiða og aðgerða sem sett voru fram í fjármálaáætlun 2017 -2021 og frumvarpi til fjárlaga 2017.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfsemi forsætisráðuneytisins og helstu verkefna sem unnið var að á árinu 2017. Á hverjum tímapunkti er unnið að fjölbreyttum verkefnum allra ráðuneyta og rata þau ekki öll inn í markmið fjármálaáætlunar. Hér er því reynt að draga upp heildstæða mynd af starfi, fjármunum og árangri í þeirri von að það stuðli að auknu gagnsæi í stjórnsýslunni um ráðstöfun og nýtingu fjármuna.

Ársskýrslu forsætisráðherra (gagnvirkt skjal)

Ársskýrslu forsætisráðherra (til útprentunar)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira