Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Réttindi barna og ungmenna rædd

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, og ráðgjafarhópur umboðsmanns buðu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra til kynningarfundar í vikunni. Hlutverk umboðsmanns barna er að bæta hag barna og unglinga og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Ráðgjafarhópurinn er skipaður 12 ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem eru umboðsmanni barna innan handar með ráðgjöf um málefni barna og ungmenna og réttinda og hagsmunamál þeirra.

Fundurinn var upplýsandi og fróðlegur en var meðal annars rætt um aðkomu ungmenna að ákvarðanatöku af ýmsu tagi og mikilvægi ungmennaráða í því samhengi. Ráðgjafahópurinn ræddi einnig um aukið flæði og samtal milli skólastiga við ráðherra en það er málefni sem er mikið til umræðu í tengslum við mótun nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030.

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira