Hoppa yfir valmynd
4. október 2018 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Mótun nýrrar Orkustefnu - opið fyrir tillögur og ábendingar á samráðsgátt stjórnvalda

Starfshópur um gerð langtíma orkustefnu fyrir Ísland hefur tekið til starfa og er lagt upp með að tillaga að orkustefnu fyrir Ísland verði lögð fram á Alþingi í byrjun árs 2020.

Mikil áhersla er lögð á víðtækt samráð við mótun stefnunnar og nú á fyrstu stigum verkefnisins er kallað eftir á samráðsgátt stjórnvalda hvers kyns tillögum, ábendingum og hugmyndum frá einstaklingum, hagsmunasamtökum og fyrirtækjum varðandi áherslur, efnistök og innihald nýrrar orkustefnu.

Samráðinu er tvískipt og stendur fyrri áfangi þess til áramóta. Síðari áfanginn hefst þegar drög að orkustefnu líta dagsins ljós.

Samhliða hefur verið opnað sérstakt vefsvæði (orkustefna.is) þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um verklagið við mótun nýrrar orkustefnu auk fjölþættra upplýsinga um orkumál og orkustefnur sem önnur ríki hafa sett sér.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála: „Það er mikilvægt og metnaðarfullt markmið að ná breiðri samstöðu um langtímaorkustefnu fyrir Ísland. Ef vel tekst til gæti niðurstaðan orðið eins konar þjóðarsátt um orkumál sem hægt verður að byggja á til langrar framtíðar. Ég hvet alla til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri hvernig við getum best nýtt orkuauðlindir okkar til framfara í sátt við umhverfi og samfélag“.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira