Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sveitarstjórnarstigið til framtíðar

Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku greindi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá því að vinna væri að hefjast við stefnumótun til framtíðar fyrir sveitarstjórnarstigið. Meðal viðfangsefna væri að taka afstöðu til þess hver þyrfti að vera lágmarksstærð sveitarfélaga svo þau væri betur í stakk búin til að takast á við verkefni sín og margvíslegar áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir.

Í ræðu sinni rakti ráðherra þróun sveitarstjórnarstigins og taldi upp ýmsar jákvæðar breytingar sem gerðar hafa verið og miðað að því að styrkja það og efla. G