Hoppa yfir valmynd
18. október 2018 Utanríkisráðuneytið

Árlegt samráð við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál

Árlegt samráð við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál fór fram í dag í utanríkisráðuneytinu og voru tvíhliða samskipti ríkjanna, samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og málefni norðurslóða meðal helstu umræðuefna, auk varnaræfingarinnar Trident Juncture sem nú stendur yfir á Íslandi.

Fyrir hönd Íslands leiddi Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, viðræðurnar, en í íslensku sendinefndinni voru jafnframt embættismenn úr forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og frá embætti ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands.

Fyrir bandarísku sendinefndinni fóru Michael Murphy, aðstoðarráðherra úr utanríkisráðuneytinu, og Thomas Goffus, aðstoðarráðherra úr varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum