Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpar Hringborð norðurslóða

Katrín Jakobsdóttir og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans.  - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við opnun Hringborðs norðurslóða (Arctic Circle Assembly) í morgun. Forsætisráðherra lagði þunga áherslu á loftslagsmál og talaði um nýútkomna skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Nú væri tími aðgerða runninn upp og þar skipti samvinna allra þjóða heims höfuðmáli. Lagði hún út af aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og mikilvægi þess að allir legðust saman á árar til þess að snúa þróun mála við. Forsætisráðherra ræddi alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir náttúru og ekki síst frumbyggja norðurslóða og mikilvægi þess að stutt væri við samfélögin þar. Að lokum undirstrikaði forsætisráðherra mikilvægi þess að styrkja alþjóðlegt samstarf á norðurslóðum og vinna gegn vígvæðingu í norðurskautinu.

Að ávarpi loknu tók forsætisráðherra þátt í umræðum á sviði ásamt Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands. Hún átti einnig tvíhliða fundi með Lisu Murkowski, öldungardeildarþingmanni frá Alaska, og Paul LePage, ríkisstjóra frá Maine. Þá var forsætisráðherra gestgjafi í hádegisverði fyrir alla þátttakendur ráðstefnunnar í Hörpu.

Ávarp forsætisráðherra má lesa hér

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira