Hoppa yfir valmynd
20. október 2018

Sérfræðilæknir í smitsjúkdómalækningum og sýkingavörnum

Sérfræðilæknir í smitsjúkdómalækningum og sýkingavörnum

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í smitsjúkdómalækningum og sýkingavörnum. Gert er ráð fyrir að 60% stöðu á smitsjúkdómalækningum og 40% í sýkingavörnum. Starfið veitist frá 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.

Við smitsjúkdómalækningar starfa öflugt teymi sérfræðilækna í smitsjúkdómum, í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga. Á sýkingavarnadeild starfar öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, samskipti og samvinnu þvert á sérgreinar.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Vinna á legu- og göngudeildum smitsjúkdómalækninga
» Vinna við ráðgjöf í smitsjúkdómalækningum þ.m.t. ýmis sérverkefni smitsjúkdómalækninga s.s. sýklalyfjagjafir utan sjúkrahúss og ráðgjöf um skynsamlega notkun sýklalyfja (antibiotic stewardship)
» Vinna í almennum lyflækningum sem fer að hluta fram á bráðalyflækningadeild þar sem áhersla er lögð á skilvirkt verklag við innlögn og meðferð bráðveikra lyflæknissjúklinga
» Þátttaka í vaktþjónustu smitsjúkdómalækna
» Þátttaka í kennslu og rannsóknarstarfi
» Forvarnir og viðbrögð við spítalasýkingum og faröldrum tengdum heilbrigðisþjónustu
» Eftirlit og úttektir, fræðsla og miðlun upplýsinga tengdum sýkingavörnum

Hæfnikröfur

» Breið þekking og reynsla í almennum lyflækningum og smitsjúkdómum með áherslu á sýkingavarnir
» Reynsla af kennslu, rannsóknum og gæðastarfi
» Breið þekking á helstu rannsóknaraðferðum sem notaðar eru í sýkingavörnum, reynsla af túlkun slíkra rannsókna og notkun í að setja upp klínísk gæðaverkefni
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum með smitsjúkdómalækningar sem undirsérgrein

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt afriti af helstu ritsmíðum sem umsækjandi hefur ritað eða átt þátt í.

Mat stöðunefndar læknaráðs Landspítala byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn og senda sem viðhengi, en ítarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan.

Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.11.2018

Nánari upplýsingar veitir

Már Kristjánsson - [email protected] - 824 5607

LSH Smitsjúkdómalækningar
Fossvogi
108 Reykjavík

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum