Hoppa yfir valmynd
20. október 2018

Skrifstofumaður - aðstoðarmaður yfirljósmóður

Skrifstofumaður - aðstoðarmaður yfirljósmóður á fæðingarvakt á Landspítala

Fæðingarvakt Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofumanns sem er aðstoðarmaður yfirljósmóður. Í boði er nýtt og spennandi starf og verkefnin m.a. tengd margvíslegum stjórnunarverkefnum yfirljósmóður í krefjandi og líflegu starfsumhverfi með góðum starfsanda.

Á fæðingarvaktinni er veitt þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu. Á deildinni starfa um 70 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. Um er að ræða dagvinnu í 60-80% starfshlutfalli. Ráðið verður í stöðuna frá 15. nóvember 2018 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Vaktaskýrslugerð
» Yfirferð tímaskráningar starfsmanna
» Gerð breytingartilkynninga
» Afleysing ritara
» Umsjón ýmissa tilkynninga og skipulagning verkefna
» Önnur aðstoð og verkefni í samvinnu við yfirljósmóður

Hæfnikröfur

» Stúdentspróf skilyrði og viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur
» Vandvirkni og skipulagshæfileikar
» Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð
» Mjög góð tölvukunnátta, þ.m.t. Excel og Word
» Kunnátta á Sögu, og Vinnustund ásamt vaktaskýrslugerð er kostur en ekki skilyrði
» Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, jákvæðni og sveigjanleiki
» Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 60 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 05.11.2018

Nánari upplýsingar veitir

Anna Sigríður Vernharðsdóttir - [email protected] - 824 5902

LSH Fæðingarvakt
Hringbraut
101 Reykjavík

Sækja um starf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum