Hoppa yfir valmynd
29. október 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ræddu samgöngur og samskipti Íslands og Grænhöfðaeyja

Bjarni Benediktsson ásamt Jose da Silva Goncalves, sjávarútvegs-, samgöngu- og ferðamálaráðherra og Gilberto Barros, aðstoðarfjármálaráðherra Grænhöfðaeyja. - mynd

Málefni eyríkja, samgöngur og samskipti Íslands og Grænhöfðaeyja voru til umræðu á fundi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og Jose da Silva Goncalves, sjávarútvegs-, samgöngu- og ferðamálaráðherra og Gilberto Barros, aðstoðarfjármálaráðherra Grænhöfðaeyja sl. föstudag.

Eyjarnar eru í um 4 tíma flugfjarlægð frá Brasilíu, rúman klukkutíma frá vesturströnd Afríku og sjö tíma frá Íslandi og hefur dótturfélag Icelandair, Loftleiðir, gert þjónustusamning við stjórnvöld eyjanna um uppbyggingu flugleiðakerfa til og frá landinu. „Við lítum til Íslands sem fyrirmyndar þegar kemur að því að nýta hentuga staðsetningu sem viðkomustað fyrir flugfélög á lengri flugleiðum,“ sagði Jose da Silva Goncales, samgöngu- og ferðamálaráðherra á fundinum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum