Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýsköpun hjá hinu opinbera kortlögð í fyrsta sinn

Á dögunum fengu um 800 stofnanir ríkis og sveitarfélaga senda könnun sem ætlað er að kortleggja nýsköpun hjá hinu opinbera og um leið efla hana. Könnunin, sem nefnist Nýsköpunarvogin, er samnorræn en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í slíkri könnun.

Opinber nýsköpun er ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Nýsköpunin þarf að fela í sér nýjungar fyrir vinnustaðinn en hún má hafa verið notuð annars staðar áður eða hafa verið þróuð af öðrum.

Könnuninni er m.a. ætlað að varpa ljósi á:
• Umfang opinberrar nýsköpunar
• Hvaða þættir styðja við nýsköpun og hverjar eru hindranirnar
• Hvað einkennir vinnustaði sem eru nýskapandi og hvað einkennir vinnustaði sem eru ekki að vinna að nýsköpun
• Hvort opinberir vinnustaðir deili nýjungum sín á milli
• Hvaða virði nýsköpun skapar hjá hinu opinbera

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir Nýsköpunarvoginni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Áætlað er að niðurstöður liggi fyrir í vetur. Áhersla verður lögð á að kynna niðurstöðurnar og vekja athygli á áhugaverðum verkefnum sem unnin hafa verið.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum