Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Áform um friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði í kynningu

Akurey er m.a. mikilvæg sem varpstöð lunda.  - myndHugi Ólafsson

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Áformin eru kynnt í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Akurey flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingu Akureyjar er að vernda þetta alþjóðlega mikilvæga fuglasvæði í Reykjavík og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista um fugla skilgreindur sem tegund í bráðri hættu. Einnig er markmiðið að vernda lífríki í fjöru og á grunnsævi.

Nánari upplýsingar og tillögu að friðlýsingarmörkum má sjá á vef Umhverfisstofnunar.
Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við 2. mgr. 38. gr. náttúruverndarlaga en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skulu kynnt sérstaklega.

Frétt Umhverfisstofnunar


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira