Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Rætt um árangur Íslendinga í íþrótta- og æskulýðsmálum

Menningarmálaráðherra Eista, Indrek Saar, er staddur hér á landi og fundaði með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í gær. Markmið heimsóknar Saar er að kynna sér fyrirkomulag íþrótta- og æskulýðsmála hér á landi en þau málefni á góma á fyrri fundi ráðherranna sl. sumar. Skipulag og árangur Íslendinga á sviði íþróttamála hefur vakið athygli og áhuga í Eistlandi og því mun Saar heimsækja Ungmennafélag Íslands, Íþrótta og Ólympíusamband Íslands, rannsóknarmiðstöðina Rannsókn og greiningu og fleiri staði í þessari Íslandsheimsókn.

Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir meðal annars um menningartengsl landanna og frekari samstarfsmöguleika, meðal annars á vettvangi samstarfsáætlunar Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna sem og á sviði íþrótta-og menningarmála.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira