Hoppa yfir valmynd
6. desember 2018

Sérkennari á starfsbraut


Staða sérkennara á starfsbraut

Vegna forfalla auglýsir Fjölbrautaskóli Suðurlands eftir sérkennara á starfsbraut. Um er að ræða u.þ.b. 80% stöðu og er ráðningin til einnar annar. Um 50 nemendur með fjölbreyttar þarfir og greiningar eru á starfsbraut skólans.

Leitað er eftir skipulögðum einstaklingi með mikinn áhuga á skólastarfi og að vinna með ungu fólki. Umsækjandi þarf að taka þátt í teymisvinnu, hafa frumkvæði í starfi, innsýn inn í ólíkar kennsluaðferðir og námsmat. Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og reynsla af kennslu á starfsbraut framhaldsskóla er skilyrði. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi góða innsýn í Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. 
Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf. Góð tölvukunnátta er mikilvæg. 

Laun kennara eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra og stofnanasamningi skólans. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2019 til 30. júní 2019.  Umsóknarfrestur er til 27. desember 2018

Umsókn ásamt greinargerð um menntun,  fyrri störf og sakavottorð berist í Fjölbrautaskóla Suðurlands,  Tryggvagötu  25, 800 Selfossi eða á netfangið [email protected]. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum. 

Nánari upplýsingar um starfið gefa skólameistari [email protected] , aðstoðarskólameistari [email protected] og sviðsstjóri starfsbrautar [email protected] 

Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.fsu.is.  Sími 480 8100.


Skólameistari 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum