Hoppa yfir valmynd
12. desember 2018

Móttökufulltrúi

Móttökufulltrúi 

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða til starfa móttökufulltrúa á Hvanneyri.  Starfið felst aðallega í:
- Símsvörun 
- Meðhöndlun póstsendinga 
- Aðstoð og þjónusta við nemendur og aðra
- Umsjón með kaffistofu
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur: 
- Áhersla er lögð á vandvirkni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
- Stundvísi er mikilvægur eiginleiki 

Um er að ræða 50% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf fljótlega í janúar.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur er til 2. janúar.  Umsóknir sendist til mannauðsstjóra skólans, Örnu Garðarsdóttur, [email protected].
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

Nánari upplýsingar um starfið veitir Theodóra Ragnarsdóttir rekstarstjóri 
í síma: 860 7300.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum