Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Lögfræðileg úttekt um kaup sjúkratrygginga á heilbrigðisþjónustu

Gerð hefur verið úttekt á framkvæmd og málsmeðferð velferðarráðuneytisins vegna samninga Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum. Úttektin var gerð að beiðni heilbrigðisráðherra í ljósi þeirra álitamála sem fjallað var um í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. september 2018.

Hluti af verkefninu fólst í úttekt á því hvernig Sjúkratryggingar Íslands stóðu að framkvæmd við gerð samninga og verklagi stofnunarinnar við að ákveða hvernig sérgreinalæknar voru teknir inn á samninga. Vert er að geta þess að samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna runnu út um áramótin og þar af leiðandi er ekki unnið lengur á grundvelli þeirra.

Helstu þættir sem úttektin tekur til eru: 

  • Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. september 2018.
  • Eftirlit ráðherra með Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt Stjórnarskrá og öðrum lögum.
  • Ábyrgð ráðherra og hlutverk Sjúkratrygginga Íslands.
  • Undirbúning nýrra samninga og verklok.
  • Kostnað við sjúkratryggingar samkvæmt ákvörðun Alþingis.
  • Framkvæmd og málsmeðferð ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að stöðva skráningu nýrra lækna inn á samninginn.

Þótt úttektin feli í sér lögfræðilega athugun á samningsformi sem ekki er lengur starfað eftir er horft til þess að draga megi af henni ýmsan lærdóm sem muni nýtast við gerð og framkvæmd samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu í framtíðinni.

Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, gerði úttektina.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira