Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2019

Aðstoðardeildarstjóri á öldrunarlækningadeild

Aðstoðardeildarstjóri á öldrunarlækningadeild K1 Landakoti

Við sækjumst eftir framsæknum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun og endurhæfingu aldraðra, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Deildin er 20 rúma og fer þar fram meðferð og endurhæfing sjúklinga, m.a. með hjarta- og lungasjúkdóma. 
Í boði er dagvinna eða eftir samkomulagi.

Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og /eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra. Unnið er eftir hugmyndafræði endurhæfingar sem felst m.a. í því að lögð er áhersla á að endurhæfingin sé sameiginlegt verkefni milli einstaklings sem í hlut á, þeirra sem standa honum næst og þverfaglegs teymis sem viðurkennir framlag allra þeirra sem í hlut eiga.

Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Unni deildarstjóra.

Deildin er þátttakandi í tilraunaverkefni innan Landspítala um sveigjanlegra vinnufyrirkomulag hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, með undirbúnings- og frágangstíma og viðbragðsvöktum sem hluta af vinnuskyldu. Markmið verkefnisins er að bæta mönnun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á sólarhringsdeildum í bráðaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar
» Er nánasti samstarfsmaður deildarstjóra, skipuleggur starfsemi deildar í samráði við hann og ber ábyrgð á rekstri og mönnun í fjarveru deildarstjóra
» Er leiðandi í klínísku starfi og framþróun hjúkrunar á deildinni
» Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum eru falin
» Er leiðandi í umbótastarfi á deildinni

Hæfnikröfur
» Stjórnunarþekking og leiðtogahæfni
» Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er æskileg
» Hæfni í mannlegum samskiptum
» Áhugi á hjúkrun aldraðra
» Góð íslenskukunnátta
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Starfið er laust frá 15. mars 2019 eða fyrr eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019

Nánari upplýsingar veitir
Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir - [email protected] - 824 4630
Bára Benediktsdóttir - [email protected] - 824 5909

Landspítali
Öldrunarlækningadeild A
v/Túngötu
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum