Hoppa yfir valmynd

Hjúkrunarfræðingur - Laugarásinn meðferðargeðdeild

Hjúkrunarfræðingur - Nú er tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og þroskandi

Skemmtilegt starf - frábært samstarfsfólk - góður starfsandi - tækifæri til að þróa hæfni í geðhjúkrun, málastjórn, teymisvinnu og samskiptum. Höfðar þetta til þín? 

Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á Laugarásnum meðferðargeðdeild á geðsviði Landspítala. Laugarásinn er sérhæfð deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. 
Á deildinni eru 7 sólarhringspláss en að stærstum hluta er starfsemi deildarinnar dagdeild þar sem um 100 einstaklingar sækja þjónustu. Þar er unnið fjölbreytt og sérhæft starf í snemmíhlutun geðrofssjúkdóma fyrir einstaklinga á aldrinum 18-30 ára.

Innan starfsemi Laugarássins er sérhæft teymi fyrir einstaklinga með geðhvörf 1. Teymið er staðsett á göngudeild Klepps og er markhópur teymisins einstaklingar á aldrinum 18-50 ára með geðhvörf 1 sem eru nýlega greindir. 
Starfsemi Laugarássins er í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við fjölskyldur og aðstandendur. 
Á deildinni starfa um 40 manns og einkennist samstarfið af þverfaglegri nálgun, krefjandi greiningarvinnu og góðum starfsanda.

Starfshlutfall er 100% og er eingöngu um dagvinnu að ræða, ásamt því að bakvaktir geta tilheyrt starfinu. Staðan er laus frá 1. apríl 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Fjölbreytt meðferðarstarf sem tengist sérhæfingu deildarinnar
» Virk þátttaka í fjölfaglegu samstarfi og framþróun í starfi deildarinnar
» Málastjórn fyrir einstaklinga sem sækja þjónustu sem felur í sér almenna uppvinnslu, greiningu á einkennum, færni og getu sem og gerð meðferðaráætlana
» Virk þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi
» Markvisst samstarf með fjölskyldum/aðstandendum
» Sérverkefni sem tengjast starfi deildarinnar

Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi sem og einlægur áhugi á geðhjúkrun og öllu sem því starfi tengist, sér í lagi að starfa með ungu fólki
» Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði sem og leiðtogahæfileikar
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að hafa góða yfirsýn yfir fjölþætt starf deildarinnar
» Jákvæðni og sveigjanleiki gagnvart hinum ýmsu störfum sem til falla í starfsemi deildarinnar
» Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði 
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi. Boðað verður til viðtala við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim sem og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2019

Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Friðgerður Víðisdóttir - [email protected] - 825 9476

Landspítali
Laugarásinn meðferðargeðdeild
Laugarásvegi 71
104 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira