Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2019

Umsjónarmaður

VIÐ ERUM TIL TAKS

Umsjónarmaður

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent teymi gæslunnar. Starfið felur í sér daglega umsjón og eftirlit og viðhald svæða, búnaðar, tækja og mannvirkja. Viðkomandi þarf að vera traustur, þjónustulundaður og geta tekist á við krefjandi verkefni

Helstu verkefni og ábyrgð
Öryggis- og svæðisgæsla
Almennt viðhald ásamt viðbrögðum við bilunum í rekstrarbúnaði, vélum eða tækjum
Eftirlit og umsjón með birgðum og varahlutalager
Eftirlit með verktakavinnu 
Umsjón með bifreiðum, snjósleðum og vinnuvél
Almenn húsvarsla og umhverfisvernd
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann

Hæfnikröfur
Menntun sem nýtist í starfi s.s. iðnmenntun æskileg 
Vinnuvélapróf og ökuréttindi skilyrði
Kostur ef reynsla af sambærilegu starfi
Almenn íslensku og enskukunnátta 
Sjálfstæði í starfi og snyrtimennska
Starfsmenn skulu uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Starfsstöð: Ratsjár- og fjarskiptastöð Atlantshafsbandalagsins á Bolafjalli. Um dagvinnu er að ræða en utan þess þarf viðkomandi að vera tilbúinn að bregðast við í sérstökum tilvikum. Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsjón með ráðningu hefur Intellecta.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar tæplega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi okkar eru: Öryggi - Þjónusta - Fagmennska

Landhelgisgæslan er borgaraleg öryggis, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber samning milli utanríkisráðherra og innanríkisráðherra um að Landhelgisgæsla Íslands annist tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, gistiríkjastuðningur, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva. Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á: www.lhg.is og á fésbókarsíðu okkar.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Thelma Kristín Kvaran hjá Intellecta, [email protected] s. 511-1225 og Inga Guðrún Birgisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands, [email protected].

Landhelgisgæsla Íslands
Deild 2
Pósthólf 260
232 Keflavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum