Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Per Ole Frederiksen tekur á móti umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir árið 2018 fyrir hönd náttúruauðlindaráðsins í Attu á vesturströnd Grænlands, frá Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs.  - myndJohannes Jansson/norden.org

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári eru verkefni sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu með því að gera meira og betur með minna.

Umhverfisverðlaunin munu í ár vekja athygli á norrænum verkefnum sem styðjast við félagslega, tæknilega eða annars konar nýsköpun til þess að minnka vistspor okkar. Hægt er að tilnefna norræn fyrirtæki, samtök eða einstakling sem starfa á Norðurlöndum og/eða í samstarfi við aðila utan Norðurlanda. Verkefnin þurfa jafnframt að hafa einhverja tengingu við Norðurlönd.

Með valinu á þema ársins vill norræna dómnefndin vekja athygli á heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 12 sem snýst um sjálfbæra neyslu og framleiðslu.
Verðlaunin verða veitt á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs 29. október 2019 í Stokkhólmi og hlýtur verðlaunahafinn 350.000 danskar krónur.

Hægt er að senda inn tillögur að verðlaunahöfum með því að fylla út þar til gert eyðublað á heimasíðu Norðurlandaráðs. Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út 15. maí 2019.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum