Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu

Fimmtán umsækjendur eru um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu hagmála og fjárlaga í heilbrigðisráðuneytinu sem auglýst var laust til umsóknar 8. febrúar síðastliðinn.

Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar sem er ráðgefandi við skipun í embætti, samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands. Hæfnisnefndina skipa Guðríður Þorsteinsdóttir hrl. sem er formaður nefndarinnar, Gísli Þór Magnússon, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og Ásta Bjarnadóttir mannauðsstjóri á Landspítala. Starfsmaður nefndarinnar er Sigríður Jakobínudóttir. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu eigi síðar en 20. mars næstkomandi.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Dagný Brynjólfsdóttir, settur skrifstofustjóri
  • Eyþór Benediktsson, hagfræðingur
  • Gerður Ríkharðsdóttir, rekstrarráðgjafi
  • Guðlaug Jökulsdóttir, verkefnastjóri
  • Halldóra Káradóttir, skrifstofustjóri
  • Hans Gústafsson, verkefnastjóri
  • Jófríður Ósk Hilmarsdóttir, ráðgjafi
  • Jón Ingi Einarsson, fjármálastjóri
  • Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri
  • Perla Ásmundsdóttir, háskólanemi
  • Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri
  • Shkëlqim Qoku
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur
  • Sveinn Magnús Bragason, sérfræðingur
  • Unnur Ágústsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum