Hoppa yfir valmynd
5. mars 2019

Sendiherra heimsækir Nagoya og Yamaguchi

„Think about diversity in Aichi-Nagoya“

Sendiherra Íslands í Japan Elín Flygenring var aðalræðumaður á jafnréttisþingi Aichi-Nagoya Network and International Exchange Forum, sem haldið var 20.febrúar sl. í Nagoya-borg. Málþingið var haldið af yfirvöldum í Aichi héraði, Nagoya-borg og viðskiptaráðum Aichi og Nagoya.

Sendiherra ræddi sérstaklega þátt kvenna í viðsnúningi Íslands í kjölfar efnahagshruns 2008. Auk þess að taka þátt í málþinginu var sendiherra boðið að heimsækja sögufræga staði Nagoya-borgar, Nagoya kastala og Honmaru höllina. Einnig tók sendiherra þátt í hefbundinni te athöfn og fékk að smakka á hefbundnu japönsku sælgæti.

Jafnréttisþing í Yamaguchi

Laugardaginn 2. mars tók sendiherra þátt í málþingi um jafnréttismál í Yamaguchi-borg í Yamaguchi héraði í sunnanverðu Japan. Málþingið var haldið af jafnréttisstofu Yamaguchi héraðs.

Auk þess að vera aðalræðumaður á málþingi, heimsótti sendiherra söguslóðir héraðsins, þar á meðal fræga fimm hæða pagóðu Ruiriko hofsins.

  • Sendiherra heimsækir Nagoya og Yamaguchi - mynd úr myndasafni númer 1

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum