Hoppa yfir valmynd
6. mars 2019 Forsætisráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri tók við við skírteini vegna staðfestingar á jafnlaunavottun fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins frá Emil B. Karlssyni starfsmanni Vottunar hf - mynd

Dómsmálaráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun og heimild Jafnréttistofu til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að dómsmálaráðuneytið hafi fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfylli öll skilyrði staðalsins.

Jafnlaunavottunin veitir staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakrefi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og reglubundið fylgst með því að starfsfólk sem vinnur að sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun. Í jafnréttisáætlun stjórnarráðsins kemur fram að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.

Megin markmið jafnlaunavotutnar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest með lögum nr. 56/2017 sem fela í sér breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum.

Sjá nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum