Hoppa yfir valmynd
12. mars 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýr forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir hefur verið skipuð forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands frá 1. febrúar 2019. Þóra starfaði áður sem forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands, frá árinu 2007.

Meginhlutverk Kvikmyndasafns Íslands er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir, samvinnuverkefni íslenskra og erlendra aðila og erlendar kvikmyndir sem teknar hafa verið á Íslandi. Safnið hefur ennfremur eftirlit með skylduskilum kvikmyndaefnis samkvæmt lögum um skylduskil til safna.

Einar Hrafnsson er settur í embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands til 31. desember 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira