Hoppa yfir valmynd
12. mars 2019 Félagsmálaráðuneytið

Velferðarvaktin kynnti niðurstöður könnunar um skólasókn

Frá fundi Velferðarvaktarinnar í morgun. - mynd

Niðurstaða könnunar um skólasókn og skólaforðun, sem Velferðarvaktin fól rannsóknarfyrirtækinu Maskínu að gera, var tekin fyrir á fundi Velferðarvaktarinnar í morgun.  Á fundinum voru einnig kynntar tillögur sem Velferðarvaktin leggur fram í ljósi niðurstaðna könnunarinnar. 

Á meðal helstu niðurstaðna er að leyfisóskir vegna grunnskólanema hafa aukist mikið og telur stór hluti skólastjórnenda að foreldrar/forsjáraðilar hafi of rúmar heimildir til að fá leyfi frá skólasókn fyrir börnin sín. Velferðarvaktin leggur til að sett verði af stað vinna sem miðar að því að setja opinber viðmið um skólasókn á Íslandi og/eða auka heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum foreldra/forsjáraðila.

Könnunin sýnir einnig að um 1.000 skólabörn glíma við skólaforðun. Leggur Velferðarvaktin til að sett verði af stað vinna við að fyrirbyggja skólaforðun og koma til móts við börn sem glíma við hana. Það verði gert með auknum beinum stuðningi, úrræðum og forvörnum innan skólanna í samstarfi skóla-, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Einnig að fjarvistaskráningar verði samræmdar um landið svo unnt verði að fylgjast með umfangi skólaforðunar á hverjum tíma.

Hér er að finna frétt af vefsvæði Velferðarvaktarinnar um könnunina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira