Hoppa yfir valmynd
14. mars 2019

Ræsting - sumarafleysing

Hlutastarf við ræstingar

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar við ræstingar á húsnæði safnsins. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Um 50% starf er að ræða og er vinnutími kl. 7.30 - 11.30 alla virka daga, einnig gæti komið til helgarræsting.

Hæfnikröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
- Gott auga fyrir hreinlæti og snyrtimennsku.
- Frumkvæði og vandvirkni.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfileiki til að vinna með öðrum.
- Íslensku- eða enskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun ásamt nöfnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila.
Æskilegt að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ásthildur L Benediktsdóttir - [email protected] - 8983444
Hildur Halldórsdóttir - [email protected] - 5302239

Þjóðminjasafn Íslands 
Suðurgata 41
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum