Hoppa yfir valmynd
23. mars 2019 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Framlög til háskólanna fara yfir 40 milljarða kr.

Vel menntað fólk leggur grunninn að nútímalegu þekkingarsamfélagi þar sem rannsóknir og þekkingarstarfsemi eru grundvöllur verðmætasköpunar og fjölbreytts atvinnulífs. Framlög til háskólanna halda áfram að hækka en þau munu samkvæmt fjármálaáætlun 2020-2024 nema rúmum 38 milljörðum kr. á næsta ári og fara yfir 40 milljarða kr. árið 2023.

Meginmarkmið stjórnvalda hvað varðar starfsemi á háskólastigi er að framsæknar og alþjóðlega samkeppnishæfar rannsóknarstofnanir og háskólar skapi þekkingu, miðli henni og undirbúi nemendur til virkrar þátttöku í nútímaþekkingarsamfélagi og til verðmætasköpunar sem byggist á hugviti, nýsköpun og rannsóknum. Að því markmiði er meðal annars unnið að með því að auka gæði náms og námsumhverfis í íslenskum háskólum, styrkja rannsóknarstarf og umgjörð þess og auka áhrif og tengsl háskóla og rannsóknarstofnana í samfélaginu.

„Á Íslandi eru starfræktir öflugir háskólar sem við getum verið stolt af. Við höldum áfram að auka framlög á því sviði líkt og boðað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Öflugir háskólar byggja undir frekari verðmætasköpun í samfélaginu og auka samkeppnishæfni hagkerfisins á alþjóðavísu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum