Hoppa yfir valmynd
31. mars 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpaði ársfund Seðlabanka Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði ársfund Seðlabanka Íslands á fimmtudaginn sl. Í ræðu sinni fjallaði Katrín sérstaklega um tengsl atvinnustefnu og efnahagsstefnu og nauðsyn þess að stjórnvöld stuðli að aukinni verðmætasköpun með auknum stuðningi við rannsóknir, þróun og nýsköpun.

Þá fjallaði Katrín um þær áskoranir sem blasa við íslensku samfélagi og atvinnulífi þegar kemur að því að takast á við loftslagsbreytingar og stefna að kolefnishlutleysi. Þar hafa mörg íslensk fyrirtæki náð markverðum árangri á sama tíma og þau hafa aukið virði sitt og verðmætasköpun. Ræddi Katrín nauðsyn þess að nýta tækni og nýsköpun til að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur um kolefnishlutlaust samfélag eigi seinna en árið 2040.

 

Ávarp forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum