Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Óskað umsagna um áherslumál í nýsköpun

Tíu áherslumál í nýsköpun hjá hinu opinbera, sem mótuð voru af aðilum ríkis og sveitarfélaga, hafa verið lögð í samráðgátt stjórnvalda og er frestur til að veita umsagnir til 12. apríl næstkomandi.

Opinber nýsköpun er skilgreind ný eða umtalsvert breytt aðferð til að bæta starfsemi og árangur á vinnustaðnum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvægi nýsköpunar á öllum sviðum, þ.m.t. hjá hinu opinbera en vinna við nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er vel á veg komin, þar sem áherslur í nýsköpun hjá hinu opinbera verða kynntar. Opinberir vinnustaðir ná yfir starfsemi bæði ríkis og sveitarfélaga sem veita opinbera þjónustu til almennings og fyrirtækja.

Í febrúar efndi efndi fjármála- og efnahagsráðuneytið til vinnufundar með aðilum ríkis og sveitarfélaga um nýsköpun opinberra vinnustaða. Til fundarins voru samankomnir aðilar sem hafa með beinum hætti unnið að nýsköpunarverkefnum og hafa reynslu af því umhverfi sem opinberir aðilar vinna í. Afrakstur fundarins eru þau 10 áherslumál í nýsköpun hjá hinu opinbera sem nú eru í samráði. Ýmsar leiðir eru til þess að vinna að þessum áherslumálum og verður fjallað um þær í nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira