Hoppa yfir valmynd

Deildarlæknir/ dagvinna á erfða- og sameindalæknisfræðideild

Deildarlæknir/ dagvinna á erfða- og sameindalæknisfræðideild 

Við viljum ráða metnaðarfullan deildarlækni til starfa á erfða- og sameindalæknisfræðideild. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Unnið er í dagvinnu og felst starfið fyrst og fremst í því að sinna sjúklingum. Einnig er möguleiki á að taka þátt í vísindastarfsemi deildarinnar. 

Klínísk erfðafræði er hratt vaxandi svið og er þetta gott tækifæri til að kynnast faginu en deildin vinnur einnig að því að setja upp eins árs formlegt prógramm. Viðkomandi mun kynnast öllum sviðum erfðafræðinnar (greining útlitseinkenna eða dysmorphology, lífefnaerfðafræði eða metabolics, greiningu á erfðamengjum eða genomics og aðferðum sem tengjast litningum). 
Deildarlæknirinn mun vinna náið með klínískum erfðafræðingum deildarinnar, þeim Hans Tómasi Björnssyni, Reyni Arngrímssyni og Jóni Jóhannesi Jónssyni sem og tveimur erfðaráðgjöfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Undirbúningur fyrir að hitta sjúklinga á göngudeild (sjúklingaflokkun, yfirlestur gagna, heimildarleit, skoðun á erfðabreytileikum í gagnagrunnum eins og ExAC, gnOMAD)
» Hittir sjúklinga með sérfræðingi og sinnir ráðgjöf um áhættu erfðafræðisjúkdóma og fylgir eftir niðurstöðum með sérfræðingi
» Skrifar nótur sem nýtast sem bréf til sjúklings/ tilvísunarlæknis í samvinnu við sérfræðing
» Hittir sjúklinga án sérfræðings á einfaldari tilfellum (aðalllega erfðaráðgjöf, sérstaklega ef litlar líkur á medical complications) og skrifar þá eigin bréf
» Fylgir eftir rannsóknarniðurstöðum hjá sjúklingum af göngudeild
» Mönnun á konsúltum sem berast deildinni
» Rannsóknarvinna (skrif á tilfellum, valkvætt)

Hæfnikröfur
» Almennt lækningaleyfi
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
» Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi 
» Reynsla í kennslu og vísindavinnu er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. 

Starfið veitist frá 1. júní 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá og starfsleyfi ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.05.2019

Nánari upplýsingar veitir
Hans Tómas Björnsson - [email protected] - 824 4639


Landspítali
Erfða- og sameindalæknisfræðideild
Hringbraut

101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira