Hoppa yfir valmynd

Húsumsjónarmaður á viðhaldsdeild

Húsumsjónarmaður á viðhaldsdeild Landspítala 

Rekstrarsvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf húsumsjónarmanns á viðhaldsdeild Landspítala. Á viðhaldsdeild starfa um 40 starfsmenn sem sinna viðhaldi alls húsnæðis Landspítala auk þess að vinna að margs konar stærri breytingaverkefnum. 

Helstu verkefni húsumsjónarmanns er regluleg og kerfisbundin yfirferð á húsnæði spítalans miðað við húsnæðiskröfur opinbera eftirlitsaðila og klínískra starfsmanna . Viðkomandi tekur að sér viðgerðir sem hans hæfni nær til en úthlutar önnur verk til viðeigandi iðngreina í gegnum verkbeiðnakerfi Landspítala. Húsumsjónarmaður starfar í umboði rekstrarstjóra fasteigna Landspítala.

Leitað er eftir jákvæðum, drífandi og þjónustulunduðum einstakling sem lokið hefur námi í trésmíði eða rafvirkjun. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Húsumsjón sem felur í sér reglulega og kerfisbundna yfirferð á húsnæði Landspítala 
» Fyrirbyggjandi viðhald sem fylgir skipulögðu ferli og nær til gæðakrafna opinbera eftirlitsaðila og klínískra starfsmanna 

Hæfnikröfur
» Sveinspróf í trésmíði eða rafvirkjun 
» Kunnátta í algengustu tölvuforritum 
» Lipurð í mannlegum samskiptum 
» Drifkraftur og vandvirkni 
» Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
» Geta sinnt daglegri stjórn samstarfsmanna í afmörkuðum verkefnum 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Matthías Ásgeirsson - [email protected] - 543 1507
Viktor Ellertsson - [email protected] - 543 1517


Landspítali
Umsjón H
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira