Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2019

Verkefnisstjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum, Þjóðfræðistofu

Laust er til umsóknar fullt starf þjóðfræðings við verkefni sem snýst um söfnun upplýsinga og skráningu menningararfs hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu. Um er að ræða nýtt verkefni styrkt samkvæmt Byggðaáætlun til tveggja ára til að byrja með. Verkefnið er unnið hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu sem er til húsa í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Búseta á svæðinu er skilyrði. Jón Jónsson þjóðfræðingur leiðir verkefnið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnið snýst um gagnasöfnun og yfirfærslu og skráningu upplýsinga í gagnagrunna í samvinnu við söfn í héraðinu og þjóðmenningarstofnanir á landsvísu. Markmiðið er að gera menningararf á sviði þjóðfræði aðgengilegan almenningi og fræðimönnum. Unnið er með margvísleg handrit og skjöl, viðtöl, hljóðskrár og ljósmyndir.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér:
http://rannsoknasetur.hi.is/styrkur_til_rannsoknaseturs_hi_strondum_thjodfraedistofu_til_sofnunar_upplysinga_og_skraningar

Hæfnikröfur

  • BA-próf í þjóðfræði eða tengdum greinum sem nýtast við starfið
  • Góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af skráningarverkefnum og vinnu með handrit og skjöl frá 19. öld
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi gott vald á upplýsingatækni og færni í að tileinka sér nýjungar á því sviði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa sem fyrst.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
  I. Ferilskrá
  II. Staðfest afrit af prófskírteinum
  III. Upplýsingar um umsagnaraðila (meðmæli)

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: https://www.hi.is/node/303261#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Hólmavík á Ströndum er lítið og fallegt þorp. Þar búa um 320 manns og fleiri í sveitinni í kring. Þar er margvísleg þjónusta í boði, öflugt mannlíf, menningarstarf og félagslíf til fyrirmyndar. Útivistarmöguleikar eru miklir, náttúrufegurð, friður og ró. Á Hólmavík er góður grunn- og tónskóli og börn eru tekin inn á leikskóla frá 9 mánaða aldri. Í Þróunarsetrinu á Hólmavík þar sem Rannsóknasetur HÍ á Ströndum er til húsa hafa fleiri stofnanir aðstöðu, auk þess sem þar er skrifstofa sveitarfélagsins Strandabyggðar. Rannsóknasamfélagið á svæðinu er stöðugt að eflast. Sjá nánar á www.strandabyggd.is.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Jón Jónsson - [email protected] - 831 4600

Háskóli Íslands
Rannsóknasetur
v/Suðurgötu
101 Reykjavík

Starfssvið: Skrifstofufólk

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum