Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2019

Háskólamenntaður starfsmaður á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda/ dagvinna á svefndeild

Leitum eftir framsæknum einstaklingi til starfa á svefndeild Landspítala í Fossvogi. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða. Um er að ræða dagvinnu með föstum vinnutíma. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Svefndeild sinnir meðferð vegna svefntengdra sjúkdóma. Þangað koma einstaklingar sem þurfa á svefnöndunartæki að halda og eftirfylgd er m.a. sinnt með fjarþjónustu. Unnið er í þverfaglegri teymisvinnu á svefndeildinni sem staðsett er á göngudeild A-3 og lungnadeild A-6.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að veita ráðgjöf, stuðning og meðferð til einstaklinga og aðstandenda þeirra sem greinst hafa með svefnháðar öndunartruflanir eða aðra svefnsjúkdóma.

Hæfnikröfur

» Hjúkrunarfræðimenntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
» Hæfni til að starfa í teymi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 60 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Björg Eysteinsdóttir - [email protected] - 825 3601
Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir - [email protected] - 824 5480

Landspítali
Svefnrannsóknir hjúkrun
Fossvogi
108 Reykjavík

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar á heilbrigðissviði

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum