Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2019

Heilsugæsluritari Heilsugæslan Sólvangi

Heilsugæslan Sólvangi auglýsir laust til umsóknar 80% tímabundið starf heilsugæsluritara. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í símsvörun, bókunum, móttöku skjólstæðinga ásamt öðrum skrifstofustörfum. Starfið felst einnig í ritun sjúkrasögu eftir diktati, varðveislu og frágangi sjúkraskráa og annarra skjala og samskiptum við skjólstæðinga.

Hæfnikröfur

- Læknaritaramenntun og/eða nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi og/eða skrifstofustarfi er æskileg
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
- Reynsla af Sögukerfi er æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð Íslenskukunnátta er nauðsynleg
- Nokkur færni í ensku er nauðsynleg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Stéttarfélag er SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 06.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Heiða Sigríður Davíðsdóttir - [email protected] - 513-6200
Ásgerður Halldórsdóttir - [email protected] - 513-6200

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Sólvangi
Sólvangsvegi 2-3
220 Hafnarfjörður

Sækja um starf

Starfssvið: Skrifstofufólk

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum