Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2019

Fagstjóri þróunar og umbóta - Þjóðhagseikningar

 

Þjóðhagseikningar - Fagstjóri  þróunar og umbóta

Hagstofa Íslands leitar að framúrskarandi einstaklingi til að leiða tæknilegar umbætur og nýsköpun við gerð þjóðhagsreikninga. Starfið heyrir undir deild þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála en þar vinnur fjölbreyttur hópur sérfræðinga að gerð talnaefnis um landsframleiðslu og afkomu hins opinbera. 

Í starfinu felst að leiða áframhaldandi uppbyggingu tæknilegra innviða þjóðhagsreikninga og að hafa forystu um hönnun og þróun nýrra afurða á því sviði. Starfið krefst mikillar tæknilegrar kunnáttu og færni.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt og krefjandi og fela í sér mikil samskipti og samstarf við hagsmunaaðila og innlendar og erlendar stofnanir. 

HÆFNISKRÖFUR
Háskólamenntun í hagfræði, tölfræði, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla og þekking á gagnagrunnsforritun
Reynsla af greiningum og hugbúnaðargerð með t.d. R eða Python
Færni til að vinna að umbótum og verkefnastjórn
Færni í samskiptum og geta til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Þekking á þjóðhagsreikningum og fjármálum hins opinbera er kostur 
Leiðtogafærni, drifkraftur og frumkvæði 
Reynsla af alþjóðasamstarfi kostur

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. 
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2019 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn,  Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið [email protected].

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum