Hoppa yfir valmynd
21. maí 2019

Mannauðsstjóri - Biskupsstofa

Mannauðsstjóri - Biskupsstofa

Biskup Íslands óskar eftir mannauðsstjóra. Starfið heyrir undir embætti biskups Íslands. Hjá embættinu starfa 137 prestar um land allt og 36 starfsmenn á Biskupsstofu. Enn fremur veitir mannauðsstjóri prófastsdæmum, sóknum og stofnunum þjóðkirkjunnar ráðgjöf og stuðning. Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða.
 
Starfs- og ábyrgðarsvið
Umsjón með starfsmannahaldi biskupsstofu
Stuðningur við prófasta vegna starfsmanna  í prófastsdæmum
Yfirumsjón með launagreiðslum
Tímaskráningar, leyfi og fjarvistir starfsmanna
Endurmenntun og starfsþróun
Umsjón með starfsþjálfun djákna- og prestsefna
Ráðgjöf og stuðningur vegna samskiptamála
Umsjón með starfsmannahandbók
Skipulagning verkefna á sviði mannauðsmála  í samráði við biskup
Vinnuvernd
Fræðsla, námskeið og fyrirlestrahald
Umbótastarf, nefndarstörf og teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur
Meistaragráða í mannauðsstjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Yfirgripsmikil reynsla af mannauðsmálum
Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg
Þekking á kjarasamningum og reynsla af túlkun þeirra  
Framúrskarandi samskiptahæfni og framkoma
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Skipulagshæfni og færni til að vinna í hóp
Færni til að tjá sig í ræðu og riti

Um er að ræða fullt starf. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsókn um starfið þarf að fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur veittur fyrir hæfi viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til 5. júní og umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur veittur fyrir hæfi viðkomandi í starfið. 

Starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. 

Nánari upplýsinga veita Geirlaug Jóhannsdóttir, [email protected] og Inga Steinunn Arnardóttir, [email protected] 

Biskupsstofa er embættisskrifstofa biskups Íslands, þar sem annast er um starfsmannahald vegna presta þjóðkirkjunnar og stuðningur veittur í starfsmannamálum í sóknum, stofnunum og prófastsdæmum. Hlutverk Biskupsstofu er umfram allt að hvetja og styðja söfnuði, presta og aðrar stofnanir kirkjunnar til að sækja fram í starfi og þjónustu. Biskupsstofa sinnir m.a. í því skyni fræðslumálum, málefnum er varða kærleiksþjónustu, guðfræði og þjóðmál, kirkjutónlist og helgihald, upplýsingamál og samkirkjutengsl. Starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar má lesa á kirkjan.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum