Hoppa yfir valmynd
11. júní 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Íþróttir sameina: fundur íþróttamálaráðherra Íslands og Tyrklands

Mehmet Muharrem Kasapoğlu íþróttamálaráðherra Tyrklands og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. - mynd
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með Mehmet Muharrem Kasapoğlu íþróttamálaráðherra Tyrklands. Ráðherrann er staddur hér á landi til þess að fylgjast með leik karlalandsliða Tyrklands og Íslands í knattspyrnu.

„Við áttum ánægjulegan og fróðlegan fund og ræddum vítt og breitt um áherslur landanna á íþróttasviðinu. Við ræddum meðal annars um mikilvægi almenningsíþrótta en Tyrkir hafa unnið að því að undanförnu að auka þátttöku almennings í íþróttastarfi, ekki síst barna og unglinga. Á þeim sviðum höfum við Íslendingar mörgu að miðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, „við hlökkum bæði til leiksins á eftir og erum sammála um mikilvægi íþróttanna sem sameiningarafls.“

Ráðherrarnir skiptust á landsliðstreyjum á fundi sínum og bauð Kasapoğlu Lilju Alfreðsdóttur að koma á seinni leik liðanna sem fara mun fram í Tyrklandi í október.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum