Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2019

Sérfræðingur í búnaðarmálum

Sérfræðingur í búnaðarmálum

Matvælastofnun leitar að dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings á Búnaðarstofu Matvælastofnunar með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Um 100% starf er að ræða tímabundið til 30. júní 2020 með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð
Stjórnsýsluverkefni sem snúa að framkvæmd á búvörulögum, búnaðarlögum og lögum um búfjárhald. Umsýsla með stuðningsgreiðslur í landbúnaði þar sem notast er við rafræna stjórnsýslu. Samskipti, tölfræðiúrvinnsla og upplýsingagjöf.

Hæfnikröfur
BSc. eða MSc. í búvísindum eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
Áhugi og haldgóð þekking á landbúnaði er kostur
Menntun, þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg
Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
Skipulagshæfileikar og drifkraftur 
Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
Góð þjónustulund og lausnamiðuð vinnubrögð
Skapandi hugsun og færni í teymisvinnu
Mikil reynsla og færni í vinnu í vefumhverfi og rafrænni stjórnsýslu er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvæla-stofnunar, [email protected] og í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2019. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um Matvælastofnun er að finna á www.mast.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum