Hoppa yfir valmynd
14. september 2019

Sótthreinsitæknir á Speglunardeild

Sótthreinsitæknir á Speglunardeild 

Við óskum eftir sótthreinsitækni í dagvinnu á speglunardeild Landspítala við Hringbraut. Á deildinni eru gerðar maga-, ristil-, gallvega og lungnaspeglanir, auk ómspeglana ásamt því að gerð eru flókin inngrip í speglunum s.s. stoðnetsísetningar. Starfið er því fjölbreytt og krefjandi. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Á deildinni starfar um 25 manna hópur samhentra starfsmanna í nánu samstarfi við marga sérfræðinga Landspítala. Starfsstöðvar eru tvær, við Hringbraut þar sem stærri hluti speglana fer fram og í Fossvogi. Þjónusta við sjúklinga hefur verið bætt og aukin, mikil og góð samvinna er við aðra starfsemi spítalans og hafa svæfingar við flóknari inngrip aukist mikið. Það hefur verið forsenda fyrir því að nýjar tegundir inngripa eru í boði og eru frekari nýjungar og framþróun á stefnuskránni. Starfsmenn gegna stóru hlutverki í þessari þróun sem mun halda áfram þegar speglunardeild flytur í nýjan meðferðarkjarna.

Starfsánægja á deildinni er með því besta sem gerist á Landspítala. Hér skipta góð samskipti og gagnkvæm virðing miklu máli, sem og skýr meðferðarmarkmið og áþreifanlegur árangur. Áhersla er lögð á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og að veita góða og markvissa aðlögun.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Þrif og umhirða áhalda og speglunartækja
» Umsjón með vélbúnaði/ þvottavélum 
» Samskipti við sýkingavarnadeild
» Samskipti við dauðhreinsunardeild
» Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur
» Menntun sem sótthreinsitæknir
» Faglegur metnaður 
» Góð hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
» Sjálfstæði vinnubrögð og skipulagshæfni
» Íslenskukunnátta
» Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.09.2019

Nánari upplýsingar veitir
Elín Hilmarsdóttir - [email protected] - 862 9987
Elfa Hrönn Guðmundsdóttir - [email protected] - 691 7823


Landspítali
Speglun H
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum